Ein lausn á aðra ofan

Punktar

Er það ekki eitthvert grín? Bankaráðherrann segist ætla að semja frumvarp um lausn á skuldavanda heimilanna. Er ríkisstjórnin ekki búin að lifa í ár? Af hverju fær Gylfi Magnússon þessa hugmynd núna? Var ekki félagsráðherra búinn að semja frumvarp í fyrravor um skuldavanda heimilanna? Var það frumvarp Árna Páls Árnasonar ekki samþykkt? Var það kannski vitlaust frumvarp? Talast ráðherrarnir ekki við? Af hverju getur ríkisstjórnin ekki tekið af skarðið um, hverjar skuli vera aðgerðir til að milda skuldir almennings? Við vitum, að skuldir ofurmenna verða afskrifaðar. Hafa ráðherrarnir tæpast gripsvit?