Evrópuferðin er bara plat

Punktar

Evrópuþingmaður frá Möltu var hér snemma í vetur, Simon Bussuttil. Ráðlagði stjórnvöldum að taka þjóðina með í ferðina til Evrópu. Hafði verið gert á Möltu. Ef þjóðin væri ekki með í ferðinni, mundi hún fella aðildarsamning. Það eru augljós sannindi. En þannig er ekki ferð Jóhönnu og Össurar. Það er ferð Samfylkingarinnar og nokkurra embættismanna utanríkisráðuneytisins. Samfylkingin er á fljúgandi ferð til Evrópu án þjóðarinnar, sem er andvíg aðild. Út um allar Evrópugrundir boðar Samfylkingin aðvífandi aðild, sem er þó bara plat og bjölluat. Ísland er alls ekki að ganga í Evrópusambandið.