Afneitari kærir Verzló

Punktar

Móðir í afneitun kærði Verzlunarskólann fyrir að vísa syni sínum úr skóla. Sakarefni var léleg mæting, þrátt fyrir viðvaranir. Móðirin segir soninn hafa verið skólanum til sóma, þar sem hann hafi tekið þátt í félagslífinu! Hún er dæmigerð fyrir foreldri í afneitun. Margt ungt fólk er alls ekkert alið upp, heldur veður fram í sjálfhverfu og frekju. Er svo bakkað upp af foreldrum, sem gera sér enga grein fyrir ábyrgð á mistökum. Auðvitað á skólinn að losa sig við leiðinlega nemendur, sem ekki mæta. Lífið sjálft verður að kenna ungviðinu það, sem foreldrunum láðist að kenna þeim.