Of lítið þorp fyrir Friðrik

Veitingar

Friðrik V var eitt bezta og frumlegasta matarhúsið. Hafði forustu fyrir nýnorrænu, nýstárlegri meðferð staðbundinna hráefna. Með lokun hússins eru fallin þrjú veitingahús, sem höfðu forustu í byltingu hvers tíma. Mestallan níunda áratug síðustu aldar var Arnarhóll beztur. Glæstur fulltrúi nýfrönsku línunnar í matargerð. Um aldamótin var Sommelier beztur. Glæstur fulltrúi blandstíls eða fusion í matargerð. Nú er glæstur Friðrik V fallinn. Þannig eru fallin öll topphús nýfrönsku, blandstíls og nýnorrænu. Mikill skaði er að þeim öllum. En Akureyri var raunar alltof lítið þorp fyrir stóran Friðrik.