Hinn gerspillti situr enn

Punktar

Í þriðja sinn í röð kveður Finnur Sveinbjörnsson í Arion banka upp sama úrskurðinn: Fjárglæframenn eru allra manna hæfastir til að reka fyrirtæki, sem þeir settu sjálfir á hausinn. Fyrst voru það Ólafur Ólafsson í Samskipi og Jóhannes Jónsson í Bónus. Nú síðast eru það stjórnendur Íslenzkra aðalverktaka. Að venju felur Finnur sig að baki erlendra leppa þessara sömu fjárglæframanna. Þeir eru sagðir heimta, að stórhættulegir menn séu áfram við stjórnvölinn. Átti Finnur ekki að hætta í bankanum fyrir jól? Af hverju situr hinn gerspillti þar enn og storkar siðferðisvitund þjóðarinnar?