Verkalýðsrekendur á villigötum

Punktar

Verkalýðsrekendur og atvinnurekendur hafa enga lausn á helzta áhyggjuefni sínu, síðbúinni endurreisn framkvæmda. Þeir vita vel, að stórframkvæmdir hefjast ekki, af því að lánsfé kemur ekki inn í landið. Þeir vita vel, að ástæðan er sú, að Ísland hefur ekki samið frið við Bretland og Holland. Og þeir vita vel, að málið hefur tafizt vegna Sjálfstæðisflokksins, sem bregður fæti fyrir samninga. Þeir jagast í ríkisstjórninni í stað þess að beina geiri sínum að Bjarna formanni og þingflokki fjárglæframanna. Ef nátttröll verkalýðsrekenda og atvinnurekenda hafa ekkert að segja, eiga þau að þegja.