Sigmundur Davíð er stabíll í sinni þjóðrembu og sínu lýðskrumi. Hann hefur alltaf sagt nei og mun áfram segja nei. Við getum treyst honum. Bjarni hins vegar hleypur út og suður. Einn mánuðinn gælir hann við Evrópu og annan mánuð hafnar hann henni. Einn mánuðinn gælir hann við fyrirvara Alþingis og annan mánuðinn hafnar hann þeim. Einn mánuðinn vill hann dómstólaleið og annan mánuðinn hafnar hann henni. Einn mánuðinn vill hann þjóðaratkvæði og annan mánuðinn hafnar hann því. Enginn vitiborinn maður reynir að semja við Bjarna um eitt eða neitt. Hann er víðs vegar úti á yzta kanti. Alls staðar.