Greiðsluþrot er ekki ókeypis

Punktar

Nýjasta kenningin á vinsældamarkaði afneitara er um ágæti greiðsluþrots. Þegar skuldir við útlendinga falla í gjalddaga, neitum við að greiða þær. Höldum peningunum bara með valdi og lánum þá okkur sjálfum áfram. Þannig þurfum við ekki lán frá Norðurlöndum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Þau miða við, að Ísland borgi gömul lán með nýjum lánum. Alex Jurshevski vill, að Ísland fari frekar í greiðsluþrot. Væntanlega í skjóli þess, að ríkið sé fullvalda og geti hagað sér eins og því þóknast. Er ekki skref í átt til eðlilegra samskipta við útlönd. Að verða greiðsluþrota er ekki ókeypis.