Fáránlegur stöðugleikasáttmáli

Punktar

Samkvæmt stöðugleikasáttmála leggur ríkið í arðlausar framkvæmdir á kostnað lífeyrissjóða. Efst á blaði er hátæknisjúkrahús við hlið hátæknisjúkrahúss, sem ríkið hefur ekki efni á að reka. Síðan er svokölluð “samgöngumiðstöð” lengst úti í mýri. Þriðja er svo gatið í Vaðlaheiði. Atvinnurekendur og verklýðsrekendur heimta, að ríkið taki aukin lán, þótt það rambi nú þegar í ofurskuldum. Aðeins ráðamenn lífeyrissjóða eru svo ruglaðir, að þeir láni í botnlaust rugl. Lánsféð er notað í gersamlega óarðbær og galin gæluverkefni. Stöðugleikasáttmálinn er fáránleg fjárkúgun spilltra samtaka vinnumarkaðar.