Um IceSave semst ekki, því að Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson vilja ekki semja. Það dregur málið á langinn. Hver mánuður kostar tíu milljarða króna. Seinkar einnig gengishækkun krónunnar og lækkun vaxta. Þvermóðska þeirra vopnabræðra er helzta ástæða þess, að fólk ræður ekki við að borga gengistryggð lán. Hún er líka helzta ástæða þess, að fólk ræður ekki við vexti af lánum. Sigmundur Davíð og Bjarni Ben reyna að knýja fram fall ríkisstjórnarinnar, en uppskera volæði skuldara. Af hverju snúa skuldugir sér ekki beint til þeirra tveggja, sem bera ábyrgð á seinkun batans?