Af lestri á viðbrögðum stjórnarandstöðunnar og Samtaka lánþega um nýjustu útgáfuna af skjaldborg ríkisstjórnarinnar komst ég að niðurstöðu. Hún er, að bara eitt vanti upp á, að skjaldborgin gangi hæfilega langt. Skjaldborgin þarf að gera ráð fyrir, að fólk geti skilað lyklum að íbúðum og bílum. Það geti gengið eignalaust frá skuldum án eftirmála, ef dæmið er óleysanlegt. Eignalaus maður er frjáls. Það er heila málið. Engin leið er að ætlast til, að skattgreiðendur nútíðar og framtíðar taki að sér að borga meira fyrir ofurskulduga. Hafa einfaldlega ekki efni á því. Nóg hefur verið á þá lagt.