Dýrasti Íslendingur ársins

Punktar

Raunar eru það ekki Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, sem mest rústa þjóðfélaginu. Það eru Ögmundur Jónasson og fylgismenn hans á Alþingi. Vegna brotthlaups þeirra úr meirihlutanum neyðist ríkisstjórnin til að láta Bjarna og Sigmund Davíð ráða ferðinni í IceSave. Það leiðir til, að ekki verður samið að sinni. Fjármagn fæst ekki meðan svo er og fyrirtæki fást ekki til að fjárfesta. Óformlega er Ísland í stríði við útlönd. Sigmundur og Bjarni eru málsaðilar þess, en upphafsmaður og fyrsti ábyrgðarmaður er Ögmundur Jónasson. Hefur nú þegar kostað samfélagið eitt hundrað milljarða króna.