Klisjan um hjól atvinnulífsins

Punktar

Hjólin eru undir atvinnulífinu og snúast vel. Því þarf ekki að koma þeim af stað að nýju. Atvinnulífið gengur á 95% dampi. Sjávarútvegur, ferðaþjónusta og áliðnaður eru dæmi um atvinnuvegi, sem eru á meira en 100% dampi. Aðeins byggingar og bankar hafa látið á sjá. Það er klisja að segja, að koma þurfi hjólum atvinnulífsins af stað að nýju. Fjárskortur er víða, en samt er nóg fé í bönkunum. Satt að segja eru þar 1500 milljarðar. Þeir eru hins vegar í boði á of háum vöxtum vegna tregðu þjóðarinnar við að semja frið við útlönd. Vandamál Íslands eru mörg, en “hjól atvinnulífsins” eru ekki í þeim flokki.