Þeir fylgja sínum mútuflokki

Punktar

Frétt ársins eru mútur Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins, deilda hans og einstakra frambjóðenda hans. Á nokkrum árum greiddi bankinn þessum aðilum um 100 milljónir króna. Í staðinn setti flokkurinn og pólitíkusar hans kíkinn fyrir blinda augað. Leyfðu bankanum að setja upp IceSave, sem mun koma skattgreiðendum í koll. Tjónið af völdum IceSave skrifast á ást milli flokks og banka. Ein persóna hnýtti múturnar. Sá, sem einkavinavæddi Landsbankann og kom þar fyrir trúnaðarmanni sínum. Sá, sem síðan sá um, að Seðlabankinn hafði ekkert eftirlit með bankanum. Samt nýtur mútuflokkurinn 40% fylgis.