Pólitískur armur sérhagsmuna

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn var pólitískur armur IceSave. Lét Landsbankann borga sér hundrað milljónir króna fyrir eftirlitsleysi. Féð rann til flokksins, einstakra félaga hans og fjölmargra frambjóðenda í prófkjöri. Flokkurinn er enn pólitískur armur kvótakónga, sem reyna að verja þýfi, sem þeir stálu af þjóðinni. Hvenær sem hagsmunaaðilar þurfa að þrengja að þjóðinni, eiga þeir von á stuðningi Sjálfstæðisflokksins. Hann er pólitíska aflið, sem notað er af sérhagsmunum til að stela þjóðarauði, níða niður umhverfið og gera út sjónhverfingamenn í IceSave braski. Þar sameinast sérhagsmunirnir.