Vatnalagafrumvarp á leiðinni

Punktar

Frétti innan úr iðnaðarráðuneytinu, að frumvarp um vatnalög sé væntanlegt þaðan í næstu viku. Dálítið breytt frá þingmannafrumvarpi allra flokka, sem hefur verið til skoðunar í ráðuneytinu frá því fyrir áramót. Breytingarnar eru sumar ef til vill til bóta. Við sjáum það, þegar þar að kemur. En það er greinilega ekki hugsun Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra að sofa á nýju frumvarpi til vatnalaga. Við fáum frá henni lagafrumvarp, sem vafalaust verður nothæft. Töfin var orðin svo óeðlilega mikil, að hætta var á, að málinu lyki ekki á þessu þingi. Nú virðist ekki ástæða til að óttast það.