Dýrara að segja satt en að nauðga

Punktar

Ég vil ítreka, að dómar gegn fjölmiðlum hafa stappað nærri geðveiki síðustu árin. Það gildir um héraðsdóma og hæstarétt. Hef hrópað um þetta árum saman. Dómarnir eru ekki í neinu samræmi við evrópskar dómvenjur og strika nánast yfir allt, sem heitir prentfrelsi. Að segja sannleikann er dýrara á Íslandi en að nauðga börnum. Það síðara kostar hálfa milljón. En fjölmiðla kostar það heila milljón að segja satt. Íslenzkir dómarar hafa engan áhuga á texta gamalla laga. Dæma bara sjálfvirkt blaðamönnum í óhag. Fjölmiðlalög Katrínar Jakobsdóttur eru einskis virði, en við þurfum grjóthörð lög um prentfrelsi.