Miðlunartækni 2007

Framtíð
Miðlunartækni 2007

Kindle, stafræn bóktölva Amazon kom út um jól 2007. Hún kostar 400$ og vigtar tæp 300 grömm. Bækurnar eiga að kosta tæpa 10 $ og tækið getur geymt 200 bækur í einu. 90.000 titlar eru í boði. Tölvan er fremur ljót, laus við að vera smart.

Árið 2006 fór Apple að gefa hugbúnaðinn Boot Camp, sem gerir notendum kleift að hafa Windows á Mac tölvum. Vefurinn sýnir stýrikerfum jafnræði, svo að einangrun Mac er rofin. Google stefnir að vefstýrðum hugbúnaði framhjá stýribúnaði í tölvum.

Síðar hefur Parallels komið með hugbúnað, sem gerir kleift að keyra MacX og Windows í senn á Mac. Það gerir líka kleift að keyra hvaða Windows sem er, ekki bara XP. Gallinn við þetta er, að notendur Mac lenda í veirum PC-heimsins.

Podcasting sló í gegn 2006 eftir að iPod sló í gegn árið 2005. Frægar raðir útvarpsþátta hafa verið fluttir í podcasting, t.d. Coronation Street. Helmingur notendanna notar forritið iTunes. Þetta er “pull” fjölmiðlun, ekki “push”. Togað er, en ekki ýtt.

Yfirleitt er efni ekki samið fyrir podcasting. Þar er endurflutt efni, sem áður var til. Aðferðin gerir fólki kleift að gefa út hljóðefni á ódýran hátt. Þorri efnisins á iTunes er heimaframleiddur. Fólk notar RSS tækni við að auðvelda öðrum að finna efnið.

iPod byrjaði 2001. Um mitt ár 2006 höfðu selst 50 milljónir af iPod. Þá fór Apple að bjóða notendum upp á að panta kvikmyndir á iPod til notkunar í sjónvarpi. Það tekur klukkutíma að hlaða niður einni bíómynd. Mactölvur líkjast æ meira sjónvarpstækjum.

Apple mætir meiri andstöðu við iPod í Evrópu en í Bandaríkjunum. Menn hafa áhyggjur af lokuðum hugbúnaði, af þvinguðu sambandi iPod og iTunes. Frakkland neyddi Apple til að aftengja festingu iPhone við eitt símafélag. Evrópa vill hafa allt opið, frjálst.

Fréttastofan AP, sem áður miðaði mest við dagblöð, er að endurskapa sig í formi margmiðlunar. Texti, myndir, gröf, hljóðskeið og myndskeið verða í einum pakka. AP hefur 4100 starfsmenn. Reuters sagði 3000 upp á árinu 2003 einu saman.

Helsti keppinautur Explorer er Firefox, sem hefur 15% markað, tvöfalt stærri en Safari. Firefox er opinn og ókeypis hugbúnaður, upprunninn hjá Netscape, gefinn út af Mozilla og studdur af Google. Verður hugsanlega hluti af Google hugbúnaðarpakka.

Rannsókn við Brunel háskóla bendir til, að tölvuleikir séu börnum ekki hættulegir. Börn átti sig betur á fjölbreytni mannlífs. Öryggið sé meira en á götunni. Stuðlar að tilraunum. Börn læra að leika hlutverk.

Vefslóðir með minningagreinum hafa lent í erfiðleikum. Legacy. com þarf að klippa út neikvæðar greinar, þar sem fólk er sakað um barnaníð, mannvonsku. Ótrúlega mikið er um ásakanir um níð. Þegar klausurnar eru klipptar út, eru þær settar inn aftur og aftur.

Tilraunir sýna, að það er ekki fólk með nóga peninga, sem fær ruslpóst, heldur þeir, sem eru uppteknir af kynferði, ofbeldi, happdrættum, hafa vanskil á kortareikningi. Þeir fyrri fá ekki tilboð um lán, heldur þeir síðari. Nöfn þeirra fara á lista, sem dreift er.

Auglýsingaverð í sjónvarpi er farið að lækka erlendis, af því að sérfræðingar telja, að línulaga sjónvarp víki fyrir netlaga interneti. Ástandið á dagblöðunum er þó tíu sinnum verra. Þar hefur afturförin staðið í tuttugu ár. En nú hafa dagblöð farið á netið.

24/7 fréttasjónvarp hefur aldrei slegið í gegn. BBC lifir á almannafé. CNN og Sky hafa alltaf tapað peningum. Fox er vægast sagt umdeild stofnun með endalausum fölsunum. Al Jazeera lifir á emírnum, er tæpast verra. NFS gafst upp á Íslandi.

Bandarískir fjölmiðlar ráða ekki lengur straumi upplýsinga. Í miðausturlöndum hafa menn 300 stöðvar, þar á meðal al Jazeera og al Manar. Frakkland hefur heimsstöð, einnig Tyrkland og Indland, Kína og Rússland og fleiri. Hver hefur sína lífssýn.

Bandaríkin átta sig ekki á breyttu ástandi. Að múslimar sjá í sjónvarpi linnulaus barnamorð við landamæri Ísrael. Að Bush flytur ræðu framan við risakross (krossferð). Davos stjórnar ekki heiminum. Arabar blogga eins og aðrir. Bandaríkin eru bara eitt kotríkið.

Bandaríkin eru einangruð í heiminum, af því að fjölmiðlum Bandaríkjanna hefur mistekist að sýna veraldarsögu, sem allir aðrir sjá í arabískum, frönskum, kínverskum, o.s.frv. fjölmiðlum. Veruleiki bandarískra fjölmiðla er langt frá veruleika annarra.

Hefðbundið sjónvarp er að deyja. Menn horfa á fréttir og kappleiki, en hlaða öðru sjónvarpsefni af vefnum inn í tölvur sínar. Þetta aukna álag mun ekki sprengja internetið, segir Vint Cerf hjá Google, netið hefur frá upphafi stækkað milljón sinnum.

Digtial sjónvarp á símanetinu gerir kleifa gagnvirka þjónustu og sjálfvirka söfnun sjónvarpsefnis. Þetta hefur einkum byrjað í Evrópu, en er ekki enn orðið ágóðadæmi.

Haustið 2007 var 5. rás Bretlands fyrst rása þar í landi til að banna leikræn atriði í fréttum. Aðrar rásir ræða um að gera eins. Bönnuð eru gerviviðbrögð fréttamanna við tali viðmælenda. Bannað, að fréttamenn gangi að upptökuvél. Og að lesa inn spurningar eftir á.

Í september 2007 kom í ljós, að BBC hafði falsað niðurstöður kosninga í barnaþætti og hvatt fólk til að taka þátt í símaatkvæðagreiðslu, þar sem þegar var búið að ákveða úrslit. BBC var sektað fyrir þetta. Spillingin er talin draga úr trausti fólks

ITV játaði í árslok 2007 að hafa falsað niðurstöður innhringinga. Aðeins símtöl innan við ákveðinn radíus voru tekin til greina. Þetta kom beint í kjölfar máls BBC.

Current TV er tilraun Al Gore til að búa til sjónvarp, framleitt af almenningi. Það er verið að flytja internetið yfir á sjónvarp. Notkun er lítil enn sem komið er. Tækin eru til staðar, en fólk hefur ekki nýtt sér það.

Fáir hafa sýnt áhuga á breiðbandi með heimsendum bíómyndum og gagnvirkri þjónustu. Fólk hefur kapal og disk með nóg af rásum. Fólk hefur YouTube í tölvunni. IPTV er gamaldags í samanburði við það. Þar á ofan er YouTube ókeypis, að minnsta kosti enn.

Dagblöð víða í Evrópu gerðu árið 2006 tilraunir með flatskjái til að auðvelda fólki að lesa blöð á vefnum. Meðal þeirra eru International Herald Tribune. Árið 2007 kom Amazon með bóklestrarskjá. Enn er þó ekki kominn lesskjár, sem fólk vill nota.

Google hefur samið við ýmis þekkt bókasöfn um að skanna bækur þeirra. Google skannar yfir tíu milljón bækur á ári, getur skannað allar bækur heims á sjö árum. Google notar leynilega tækni, sem það hefur fundið upp. Útgefendum er illa við þetta.

Framsetningin er þó þannig, að notandinn fær aðgang að sýnishorni úr hverri bók og á þá kost á að kaupa alla bókina. Með því að allir hafi aðgang að öllum bókum heims hefur bókaútgáfa loksins náð lokamarki sínu.

Kevin Kelly áætlar, að til séu 32 milljón bækur (líkl. 65 millj), 750 milljón greinar, 25 milljón söngvar, 500 milljón myndir, 500,000 kvikmyndir, 3 milljón sjónvarpsþættir og 100 milljarðar vefsíður. Að lokum geturðu nálgast allt þetta með einum iPod.

Google lætur skanna að minnsta kosti tíu milljónir bókatitla á ári. Í heild eru til 65 milljónir titla. Hvernig mun fólk lesa þessar bækur. Lestrartölvur eru til, svo sem Sony Reader og Amazon Kindle, en gæðin þurfa enn að batna.

Ein byltingin er sú, að bækur verða ekki endilega gefnar út á prenti. Alfræði er ekki lengur á prenti (Wikipedia), ekki heldur símaskrár, uppskriftabækur, kennslubækur. Þetta eru bækur, sem þarf að yngja upp jafnóðum.

Hjá Google er núna aðeins tengt milli heilla stafrænna bóka. Í framtíðinni verður tengt milli orða og málsgreina. Þetta mun auðvelda fræðistörf. Fræðibækur verða fyrstar bóka lesnar í stafrænu formi. Skáldskapur verður seinna á ferðinni.

Barátta milli Blue Ray frá Sony og HD DVD frá Toshiba. Blue Ray hafði 70% um mitt ár 2007. Þau eru í samkeppni við DVR sjónvarpsafritara og “streaming” frá sjónvarpsstöðvum. Brennsla þessara diska hefur ekki komist á flug enn.

Í ársbyrjun 2008 gerði Blueray samning við Warner Brothers, stærsta eiganda kvikmyndatitla. Þar með snerist vegasaltið í átt frá HD DVD til Blue Ray. Paramount, Universal og Dream Works eru enn á HD DVD, en flestir aðrir eru á Blueray.

Bestu vefslóðirnar:
1. eBay: Markaður og uppboð.
2. Wikipedia: Alfræði.
3. Napster: Skjaladreifing.
4. YouTube: Dreifing myndskeiða.
5. Blogger: Bloggútgáfa.
6. FriendsReunited:Bekkjarfélagar
7. DrudgeReport: Fréttir

8. MySpace: Félagsmiðstöð.
9. Amazon: Verslun, mest bækur.
10. Slashdot: Tæknifréttir, umræða
11. Salon: Tímarit
12. Craigslist: Smáauglýsingar.
13. Google: Leitarvél.
14: Yahoo: Notendaviðmót.
15: EasyJet: Lággjaldaflugfélag.

Í Evrópusambandinu er áhugi a að koma upp einum digital vídeó farsímastaðli, DVBH, sem studdur er af Vodafone, TMobile, O2, Nokia, Siemens, Sony Ericsson, Philips og Motorola. Aðrir telja of snemmt að binda þróunina á þessu stigi málsins.

Öryggisstofnun flugmála í Evrópu samþykkti árið 2007 símtöl og skilaboð í farsímum um borð í flugvélum. Þetta stingur í stúf við fyrra bann við notkun slíkra tækja. Gjaldið verður hátt, 50 cent á skilaboð og $2,50 á mínútu. Óskað er eftir kurteisi.

Árið 2007 var ár farsímans. Þrjú svið breyttust rækilega:
1. iPhone rauf einokun símafélaga
2. Google kom með Android.
3. Almannaþrýstingur á verðlag.

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé