Jón Bjarnason sveik þjóðina

Punktar

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra sveik þjóðina. Úthlutaði makrílkvóta til kvótagreifanna í stað þess að bjóða hann út. Þetta stríðir gegn loforði ríkisstjórnarinnar til þjóðarinnar um að ná kvótanum smám saman úr höndum kvótakónganna. Jón Bjarnason lætur þá hafa nýjan kvóta til viðbótar við þann gamla. Það er botnlaust siðleysi. Ég hef margoft bent á, að Jón Bjarnason hefur sem ráðherra unnið gegn stjórnarsáttmálanum. Hann á ekki heima í þessari stjórn. Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími Sigfússyni ber að reka kvótadólginn úr stjórninni nú þegar. Hann er sendisveinn kvótagreifanna.