Veitingaþjónusta Hótels Holts á Fimmvörðuhálsi með kampavíni og öllu hefði þótt sniðug árið 2007. Þá kepptu útrásarvíkingar í rugli. Senn líður að því, að annar hver fangi á Íslandi hafi étið gull út á spaghettí í Mílanó. Tímar ársins 2007 eru nefnilega liðnir. Líka í veitingabransanum. Aðdáendur stæla í veitingum eru horfnir, orðnir gjaldþrota eða eru í felum. Veitingahús þess tíma hafa sum skipt um stíl eins og Domo. B5 á í erfiðleikum og 101 er bara notað af hótelgestum. Engin eftirsjá er að breytingunni, hefðbundin gildi matarhúsa sjást betur. Veizlan á Fimmvörðuhálsi var bara 2007-sýndarmennska.