Viðtengingarhátturinn

Punktar

Þegar ég kom nýstúdent til Þýzkalands fyrir hálfri öld, kunni ég þýzkan viðtengingarhátt. Þótti viðundur á Garði. Þjóðverjar komu af öðrum hæðum til að heyra viðtengingarháttinn. Höfðu aldrei heyrt hans getið. Ég skil þá vel. Þetta er vandræða orðmynd, sem linar stíl. Samt hef ég notað hann til skamms tíma. Reyni samt að losna við hann, skrifa mig frá honum. Eins og ég reyni að forðast þolmynd, sem er annað dæmi um stílhindrun. Er farinn að stelast til að nota framsöguhátt. Rita kannski: Jón sagði, að Pétur er góður. Ekki: Jón sagði, að Pétur sé góður. Gott að rísa upp gegn viðtengingarfjandanum.