Léleg sérkort Forlagsins

Punktar

Sérkort Forlagsins af ferðamannasvæðum eru ömurleg, stuðla að landskemmdum. Svonefndar “vegarslóðir” eru sýndar úti um allt. Oft eru þetta göngu- og reiðslóðir, gersamlega ófærar bílum. Eru þó önnur sérstök tákn á kortunum fyrir gönguslóðir og reiðslóðir. Hætt er við, að menn noti þessi kort við akstur, lendi í hremmingum og spæni upp land. Ég nefni Bláfellsver sem dæmi og mýrar upp af Kjóastöðum. Mun betri eru útivistarkort af ýmsum sýslum, svo sem Snæfellsnesi og Þingeyjarsýslum, Húnaþingum og Skagafirði, Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu. Banna þarf náttúru-fjandsamleg kort Forlagsins.