Fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi nemur um tíu milljörðum króna á götunni á ári. Svartur markaður, sem skilar engum sköttum og tekur engan þátt í kostnaði við meðferð fíkla. Betra er, að ríkið taki yfir ólöglega markaðinn eins og löglega áfengið. Selji fíkniefni í vínbúðum. Tryggi um leið gæði efnanna og sjái um áritunarskyldu harðari fíkniefna. Eykur fíkniefnavandann tæpast nokkuð, en afnemur vanda, sem tengist glæpaklíkum. Þær þurrkast út á einu bretti, ef fíkniefnasalan verður þjóðnýtt. Ríkið nær markaðinum með því að bjóða efnin á 70% af götusöluverði. Þýða sjö milljarðar í kassann á ári.