Hlaðborð eru alltaf hlaðborð, þótt mikið sé í þau lagt. Þú stendur í biðröð, prófar sitt af hverju. Þegar þú veizt, hvað er ætt, ertu þegar búinn að éta á þig gat. Þess vegna er langt síðan ég hef prófað hádegis-hlaðborð á Vox á Hilton. Sushi var þar skást í dag. Sex tegundir, of þéttar og límdar, fást betri annars staðar. Rækjur, lax og moðsoðið naut, allt var það bragðdauft. Kjúklingur á spjóti aðeins betri. Eftirréttir voru margir og flestir góðir. Kaffið var bezt, kostar extra. Hádegishlaðborð kostar 3000 krónur á mann. Það er sanngjarnt miðað við miðlungsgæði. Mig dreymir ekki um endurkomu.