Éti þau bara kökur

Punktar

Éti þau bara kökur, segir meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknar í Reykjavík. Sama hugsun og hjá þeirri, sem sagt var, að pupullinn hefði ekki ráð á brauði. Samkvæmt Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni er brýnt að leggja kvartmilljarð í golfvöll. Svo atvinnuleysingjar hafi eitthvað að dunda sér við! Hann vill selja þeim kökur, þótt þeir hafi tæpast ráð á brauði. Ef eitthvað verður til að fella meirihlutann í kosningunum í vor, þá er það þessi kvartmilljarður. Borgin, sem er í fjárhagsábyrgð fyrir Orkuveitunni, hefur ekki ráð á svona firringu. Hún sparar því í leikskólum og leggur niður strætó á helgidögum.