Ein mannvitsbrekkan í dómarastétt hefur dæmt konu í þriggja mánaða fangelsi óskilorðsbundið fyrir að stela bjórdós og skinnarmbandi. Í stíl við dómana yfir snærisþjófum fyrri alda. Ræflarnir fá svo sannarlega enn að finna fyrir hrammi laganna. Hvernig haldið þið svo, að Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari mundi dæma höfðingjana, sem settu þjóðina á hausinn. Fá þeir Björgólfur Thor og Davíð og Jón Ásgeir tíuþúsund ára fangelsi. Það væri sambærilegur dómur. En svo verður aldeilis ekki. Dómarastéttin gerir skarpan greinarmun á ræflum og fínu fólki. Höfðingjarnir fá áminningarorð og skilorðsbundinn dóm.