Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spólar í afneitun á aðild að bankahruninu. Fyrst skrifaði hún grein um, að einkavinavæðingin með Framsókn hafi valdið hruninu. Ekki stjórnarsamstarfið með Samfylkingunni, þá hafi skriðan verið orðin óviðráðanleg. Í viðtali í Þýzkalandi gerir hún Björgvin Sigurðsson að blóraböggli fyrir hönd flokksins. Hélt hún þó honum fyrir utan ráðherrafundi rétt fyrir bankahrunið. Með handafli gerði hún sjálfa sig að bankaráðherra hrunsins. Hún er ekki aðalskúrkurinn. En fyrst leiddi hún Samfylkinguna inn í græðgisstefnu Tony Blair. Síðan var hún við völd í rúmt ár fyrir hrunið.