Á Kjalvegi sunnan Þjófadala sjást reiðgötur liðinna tíma. Ellefu götur hlið við hlið. Líklega notaðar af tólfhundruð manna flokki Gissurar á leið norður í Örlygsstaðabardaga. Á Sprengisandsvegi á Gnúpverjaafrétti sjást svipaðar reiðgötur liðinna alda. Átta götur hlið við hlið. Eftir þeim flúði Þórður kakali skjótt milli landshluta. Þessir tveir vegir voru hraðbrautir fyrri alda. Sýnilegu göturnar eru í þurru landi og hafa ekki orðið til í samspili við vatnsveður. Um daginn amaðist Sigurður Sigurðarson umhverfis-bloggari við þeim. Ég er honum hjartanlega ósammála. Þetta eru lifandi fornminjar.