Sáu engin sögulok á ævintýri

Punktar

Bankastjórar og bankaeigendur höguðu sér eins og enginn væri morgundagurinn. Glæpir þeirra hlutu að komast þannig upp, að bankinn færi á hausinn. Þegar menn ryksuga banka af öllum peningum, hljóta að lokum að verða sögulok á ævintýrinu. Þeir virðast ekki hafa gert sér neina grein fyrir því, böðluðust bara áfram í hamslausri græðgi. Vafalaust hafa sumir þeirra komið sér upp digrum sjóðum í felum. En þungbært er að vera landflótta undan réttvísi fjölþjóðlegra lögreglusamninga. Þeir geta bara tapað frelsi og fé. Erfitt er að sjá, að nokkur heil brú sé í linnulausri græðgi þessara landráðamanna.