Kostnaður við glæpamenn

Punktar

Glæpir Jóns Ásgeirs, Björgólfs Thors og allra hinna koma á ýmsan hátt niður á þjóðinni. Verst hafa farið ýmsir erlendir lánardrottnar. Það kemur okkur við, þótt við borgum það ekki beint. Glæpur er alltaf glæpur, hver sem verður fyrir honum. Útlendingar eru líka fólk. Þessi þáttur glæpsins er líka meginþáttur í ærumissi þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Hluti glæpsins lendir svo beint á þjóðínni vegna kostnaðar ríkisins af slitum milli gömlu og nýju bankanna. Þar vega þyngst glæpir Landsbankans og skyldra aðila. Reikna þarf út, hversu mikið tjón stafar af hverjum glæpamanni fyrir sig.