Uppgjörið verður ekkert

Punktar

Geir Haarde bað Flokkinn afsökunar, ekki þjóðina. Þorgerður Katrín bað Flokkinn afsökunar, ekki þjóðina. Þetta sameinar sjálfstæðisfólk. Fyrst kem Ég og svo kemur Flokkurinn, en aldrei kemur að þjóðinni. Á fundi flokksins í gær var lýst trausti á Bjarna Benediktssyni. Eðlilegt framhald af menúett þingmanna, sem hafi stigið skref “til hliðar”. Alls enginn hættir. Ekki er í augsýn neitt uppgjör Flokksins við fortíð sína. Fylgisfólk er visst um, að hann sé hæfastur til að laga það, sem hann hefur brennt. Sú skoðun ríkir víðar á valdastólum. Bankastjórar telja bófa hæfasta til að reka fyrirtæki.