Röng kenning Magnúsar Scheving

Fjölmiðlun

Magnús Scheving segir, að blaðamenn eigi að hlúa að íslenzkum bisness. Þýðir að þeir eigi að skrifa vel um hann. Ekki minnst á fjárhagslega erfiðleika, sem steðji að öllum fyrirtækjum. Sama sagði Birna Einarsdóttir bankastjóri í Sannleiksskýrslunni. Bíðið nú aðeins. Er ekki talið, að jákvæðni íslenzkra fjölmiðla í garð útrásarinnar hafi átt þátt í að blekkja þjóðina? Ekki er hvort tveggja hægt í senn að eiga kökuna og éta hana. Til lengdar skaðast Ísland af silkimjúkum skrifum fjölmiðla, því að þau glata trausti, þegar þau reynast byggð á sandi. Fjölmiðlar eiga ekki að þegja um fjárhagserfiðleika.