Galdramaður og lagatæknir

Punktar

Sigurður G. Guðjónsson er frumlegasti lagatæknirinn. Frægastur af viðtali, þar sem hann skáldaði upp lagabálki og reglugerð um “einkalífeyrissjóð” Sigurjóns P. Árnasonar bankastjóra. Eini maðurinn á Íslandi, sem telur Evu Joly hættulega persónu. Helztu skjólstæðingar hans eru gullætur, sem settu Ísland á hausinn. Auðvitað er hann líka lagatæknir klappstýru útrásarinnar á Bessastöðum. Nú segir hann, að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur eigi ekki að segja af sér. Hún skuldi nefnilega ekki neitt, þótt hún hafi nýlega skuldað 1,7 milljarða króna. Þeir göldruðust nefnilega burt með kennitöluflakki.