Jón fer að venju með rangt mál

Punktar

Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra segir: “Allt í einu hefst öskufallið og þá er að sjá hver vindátt er og annað þvíumlíkt.” Þetta er rugl. Veðurstofan hafði í tvo daga spáð norðanátt á gosstöðvunum. Opinberir aðilar höfðu varað bændur við. Hvatt þá til að taka skepnur á hús. Að svo miklu leyti sem hús nægðu ekki, var hægt að flytja skepnur burt á bílum. Öskufallið kom aldeilis ekki eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Því er laukrétt sú beizka gagnrýni Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, að rangt hafi verið staðið að dýravernd í aðdraganda öskufallsins undir Eyjafjöllum. Jón fer að venju með rangt mál.