Ill meðferð á skepnum

Hestar

Letileg voru ummæli bænda undir Eyjafjöllum, sem höfðu ekki gefið sér tíma til að taka skepnur á hús. Þeir höfðu þó fengið tveggja daga fyrirvara. Mér finnst það svívirðileg umgengni við skepnur. Spurning er, hvort slíkir eigi að hafa með húsdýr að gera. Pressan er með ágæta grein, þar sem ljósmyndarar lýsa trylltum hestum í öskufallinu. Þeir birtu líka myndir af þeim. Ef allt væri með sóma, hefðu öll dýr verið komin á hús áður en öskufallið hófst. Ég tel, að fjölþjóðleg dýravernd eigi að koma hér að. Óhæf íslenzk yfirvöld og sinnulausir bændur sváfu einfaldlega á verðinum.