Lífeyrissjóðir rannsakaðir

Punktar

Samkvæmt sannleiksnefndinni viku stærstu lífeyrissjóðirnir frá reglum um fjárfestingar slíkra sjóða. Þeim ber að hafa langtímahagsmuni lífeyrisþega að markmiði. Í staðinn stunduðu þeir fjárglæfra og létu glæpabanka villa sér sýn. Lítið er um, að framkvæmdastjórar og stjórnir sjóðanna hafi tekið afleiðingum gerða sinna og horfið af vettvangi. Verkfræðingar höfðu þá vit á að reka stjórn síns lífeyrissjóðs. Það var að frumkvæði Þórólfs Árnasonar, fyrrverandi borgarstjóra. Brýnt er að lífeyrissjóðir verði rannsakaðir hjá sérstökum saksóknara. Og að ráðamenn sjóðanna verði dregnir fyrir dómstóla.