Dómsvaldið er marklítið

Punktar

Á löngum tíma hefur Björn Bjarnason handvalið marga dómara landsins í héraði og hæstarétti. Í boði voru þeir, sem kunnu lítið í lögum og gátu ekki unnið fyrir sér á hinum frjálsa markaði. Björn valdi þá úr, sem líklegir voru til fylgispektar við Sjálfstæðisflokkinn. Þannig valdi Björn líka í Hæstarétt. Þegar dómar verða kveðnir upp yfir hrunverjum, er lílegt, að dómarar líti mildum augum á afbrotin. Þeir segi “skamm, ekki gera þetta aftur”. Þeir muni forðast langa fangelsisdóma, veita mönnum skilorð og sýkna marga af ýmsum lagatæknilegum ástæðum. Ég treysti dómurum ekki til neinna góðra verka.