Saga ógæfunnar í hnotskurn

Punktar

1. Ógæfa þjóðarinnar hófst, er spámaðurinn Hannes Hólmsteinn kom af fjallinu með stefnu: “Græðum á daginn, grillum á kvöldin”. 2. Kóngurinn Davíð Oddsson framkvæmdi stefnuna með einkavinavæðingu og eftirlitsleysi frjálshyggjunnar. 3. Gullætur Sjálfstæðisflokks í bönkum og útrás nýttu eftirlitsleysið til að ræna banka. 4. Kóngurinn Davíð gerði Seðlabankann gjaldþrota með því að gefa gullætunum 350 milljarða án nothæfra veða í fasteignum og ríkispappírum. 5. Kóngurinn Davíð og prinsinn Geir hvolfdu okkur með IceSave-sinnuleysinu. Leiddu yfir okkur brezk hryðjuverkalög, því að Bretar neyddust til að svara.