Engin dauðagildra ferðamanna

Punktar

Bakslag er komið í væntingar mínar og margra annarra um, að ferðaþjónusta taki upp slakann í atvinnu þjóðarinnar. Eldgosið í Eyjafjallajökli hræðir fólk frá landinu. Þar á ofan fór klappstýra útrásarinnar að skelfa erlenda ferðamenn. Afleiðingin er, að tekjur af ferðaþjónustu ná ekki 200 milljörðum króna á þessu ári. Bakslagið nemur um eða yfir 10%. Okkur munar aldeilis um 20 milljarða tap. Vonandi lagast þetta, þegar frá líður. En bakslagið bætist ofan á annan vanda okkar á þessu ári. Brýnt er að taka saman höndum um að útskýra hratt og rækilega, að Ísland er alls engin dauðagildra ferðamanna.