Angela Merkel á yztu nöf

Punktar

Stuðningur við Grikkland er óvinsæll í Þýzkalandi. Því ætlaði Angela Merkel Þýzkalandskanzlari að tefja stuðninginn fram yfir landskosningar 9. maí í Nordrhein-Westfalen. Hún tjáði hvað eftir annað efasemdir sínar um aðgerðir grískra stjórnvalda gegn hruninu. Hún tók kosningar heima fyrir fram yfir samstöðu í Evrópusambandinu. Biðleikir reyndust dýrkeypt pólitík. Ástandið í Grikklandi skekur evruna og ógnar þrepahlaupi í Evrópu. Fyrst fari Portúgal sömu leið og svo Spánn. Merkel neyddist því til að víkja frá tafa-stefnunni, en hugsanlega of seint. Þetta er mesta áfall Evrópusambandsins frá upphafi.