Íslenzku terroristarnir

Punktar

Þegar Gordon Brown setti hryðjuverkalög á Landsbankann og Ísland, trúði ég, að hann væri fúlmenni. Notaði Ísland sem peð í brezkri innanríkispólitík. Sannleiksskýrslan sýnir þó, að ég hafði rangt fyrir mér. Brezka stjórnin setti ekki hryðjuverkalög af tilefnislitlu. Hún var skelfingu lostin yfir sinnuleysi og afbrotavilja ríkisstjórnar Geirs Haarde og seðlabanka Davíðs Oddssonar. Brezka stjórnin taldi Íslendinga vera peningalega terrorista. Margir telja enn, að Brown sé úrþvætti. Ef hann er það, þá stafar það ekki af hryðjuverkalögum hans, óhjákvæmilegu svari við íslenzkum terroristum.