Lög á lífeyrissjóði strax

Punktar

Lífeyrissjóðir segjast hafa tapað 400 milljörðum á hruninu. Hafa þá aðeins bókfært hluta tjónsins. Þegar upp er staðið, mun það nema 700 milljörðum. Mikið fé, tvöfalt gjaldþrot Seðlabankans, tvöfalt fát við björgun banka og fjármagnseigenda. Tap sjóðanna jafngildir Davíð plús Geir. Líklega meira en innlenda tapið af gullætunum, því að mikið af tjóni þeirra lendir á útlendum aðilum. Setja þarf strax lög um brottrekstur atvinnu- og verkalýðsrekenda úr stjórnum sjóða, þjóðnýtingu sjóða og afhendingu atkvæðisréttar beint í hendur sjóðfélaga og lífeyrisþega. Stjórnarmenn sjóða fari allir á Hraunið.