Alþingi rannsaki lífeyrissjóði

Punktar

Ófært er, að atvinnu- og verkalýðsrekendur hafi frumkvæði að rannsókn á framferði lífeyrissjóða fyrir hrunið. Tjón sjóðanna var stærsta einstaka tjónið af hruninu innanlands. Gylfi Arnbjörnsson, Vilhjálmur Egilsson og Friðrik Arngrímsson voru þar gerendur. Svindlið og svínaríið gekk svo langt, að verkalýðsrekendur voru komnir í stjórnir gullætu-bankanna. Þeir geta ekki haft frumkvæði að rannsókn. Þeir eru þegar búnir að ransaka hneykslið. Komust að raun um, að það væri ekkert. Hvítþvottarskýrsla þeirra er kölluð lærdómsskýrsla þeim til háðungar. Miklu nær er, að Alþingi vakni af svefni.