Alltof lengi hefur dregizt að hefja rannsókn á endurskoðendum bankanna og annarra gullætna. Augljóst er, að þar eru margir annað hvort blindir á tölur eða blindir á siði. Einkum á þetta við um fínimannsfyrirtæki með löngum nöfnum á útlenzku, svo sem KPMG og PwC. Ætli þessi tvö fyrirtæki eigi ekki þorrann af skapandi bókhaldi gullætna. Rannsókn á vinnubrögðum þeirra ætti því að veita svör um meginþorrann af þeirri sýndarmennsku bókhalds, sem setti þjóðina á hausinn. Þar er ofmat á eigin fé og ofmat á viðskiptavild, svo að tvö gróf dæmi séu nefnd. Fráleitt er, að þeir sleppi með skrekkinn.