Útvatnaða stjórnlagaþingið

Punktar

Stjórnlagaþingið má ekki vera bara ráðgefandi og það má ekki vera spegilmynd af Alþingi. Það má ekki tengjast stjórnmálaflokkunum eða sérstökum listum frambjóðenda. Þar mega eingöngu einstaklingar vera í framboði og þeir mega ekki vera fjárhagslega háðir fyrirtækjum eða ríkum einstaklingum. Á Alþingi reyna menn að útvatna kröfuna um stjórnalagaþing. Að búa til stofnun, sem veitir þjóðinni útrás án þess að breyta neinu. Fólk verður að halda Alþingi fast við efnið, ef hugsjón stjórnlagaþingsins á ekki að fara illa. Gamla Ísland spillingarinnar er enn við góða heilsu og bregður fæti fyrir okkur.