Skrípaleikur borgardómarans

Punktar

Borgardómari segist hafa pláss fyrir 21 áheyranda og muni láta lögguna vísa öðrum frá dómsal. Fíflaleg fullyrðing, svo sem vænta mátti frá héraðsdómara. Mál níumenninganna, sem sættu árás löggu og starfsmanna Alþingis, vekur að sjálfsögðu athygli. Engin leið er að ætlast til, að eingöngu 21 megi hlusta á opið dómþing. Samkvæmt lögum á dómþing að vera opið öllum. Borgardómarinn verður að útvega sér stærri sal og honum hefur raunar verið boðinn stærri salur. Yfirlýsing borgardómarans er óviðeigandi stríðsyfirlýsing. Hann þorir ekki að leyfa fólki að horfa á skrípaleik kerfiskarlanna. Það er vandamálið.