Hrun og ekki hrun

Punktar

Hér er ekkert hrun, nema bankahrun. Með gengishruni krónunnar var fólk látið taka á sig bankahrunið. Það er búið og gert. Því elska pólitíkusar krónuna. Atvinnuvegir blómstra hins vegar. Mest þeir, sem hafa tekjur í erlendri mynt, svo sem ál og fiskur og ferðamenn. Hrunið varð 1) bara í fjármálum og 2) margfaldaði skuldir ríkisins. Þær verða skattgreiðendur að borga. Þær stafa af inngripum ríkisins. Með ofurframlagi í gjaldþrota Seðlabanka Davíðs greifa. Með yfirtöku banka. Með æðibunu-greiðslum Geirs Haarde í gjaldþrota peningamarkaðssjóði auðfólks. Með IceSave Landsbankans. Verða ekki umflúnar.