Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun hefur mútað sveitarstjórn Flóamanna. Hún ætlar að borga fyrir hana vatnsveitu, ef hún samþykkir að fórna Urriðafossi fyrir orkuver. Erlendis mundu mútur af þessu tagi leiða til fangavistar ráðamanna Landsvirkjunar og sveitarstjórnar Hér eru smámenni vön lakara siðferði en tíðkast á Vesturlöndum. Siðleysi er inngróið í þjóðarsálina. Þess vegna varð bankahrun og þjóðarhrun hér, en ekki annars staðar. Kerfið er spillt og hefur ekki litla fingri vegna þessa hneykslis. Ríkissaksóknara ber auðvitað að taka málið upp. Í staðinn renna múturnar í gegn. Flóafíflin eru víða.