Scotland Yard neitar að handtaka Sigurð Einarsson, þar sem Ísland er ekki aðili að Evrópusamningi um framsal. Í tíð Geirs Haarde sem forsætis var það hugsjón að hætti frjálshyggju að skrifa ekki undir fjölþjóðasamninga. Nú kemur það okkur í koll eins og margt annað, sem ættað er frá þráhyggjuliði á borð við Hannes Hólmstein. Önnur ríki Vestur-Evrópu hefðu handtekið Sigurð út á Schengen-samstarfið óvinsæla, en Bretar eru ekki aðilar. Sigurður er frosinn inni í Bretlandi, en fæst ekki tekinn. Alþingi staðfesti samninginn árið 2007, en aldrei var skrifað undir hann. Nú má gera það hið snarasta.