Sjö góðir í grænmetinu

Veitingar

Sjö góðir grænmetisstaðir eru í borginni. Allir bjóða mat í hádeginu á um 1500 krónur. Allir semsagt ódýrir. Þrír þeirra eru hreinir grænmetisstaðir. Það eru Garðurinn á Klapparstíg 37, Á næstu grösum að Laugavegi 20b og Grænn kostur á Skólavörðustíg 8b. Hinir eru líka með fisk eða kjúkling. Það eru Kryddlegin hjörtu á Skúlagötu 17, Gló í Listhúsi að Engjateigi 19, Krúska á Suðurlandsbraut 12 og Maður lifandi í Borgartúni 24. Kryddlegin hjörtu eru bezt þessara staða og næst kemur Gló. Af hreinu grænmetisstöðunum lízt mér bezt á Garðinn. Býður betri Mexikó-bökur en í Santa Maria handan við hornið.